
Vörur
-
Lokar
Vermi flytur inn loka af hæsta gæðaflokki fyrir allar aðstæður og öll verkefni. Mikilvægt er að val á lokum falli að þörfum notanda svo hvorki verði of eða vanfjárfesting. Vermi aðstoðar þig við val á rétta lokanum. Meðal framleiðanda sem við bjóðum upp á er FLOWSERVE, ZWICK, BÖHMER, WORCESTER, GEFA, PERSTA og GESTRA
-
Lokadrif
Öllum lokum þarf að stýra handvirkt eða vélrænt. Lokadrif fyrir allar gerðir loka, bæði rafdrif, loftdrif, glussadrif, gírdrif, segulspólur. ROTORK er einn vandaðasti framleiðandi heims á lokadrifum en einnig NORBRO loftdrif frá FLOWSERVE sem þekkt eru fyrir áræðanleika og endingu
-
Mælar
Ef mæla þarf hita, þrýsting rennsli, mismunaþrýsting, massaflæði, vökvahæð þá eigum lausnina fyrir þig sama hver miðillinn er og hverjar ytri aðstæður eru. Vermi býður upp á breiða línu KROHNE og KLAY en einnig vandaða skífumæla frá ASHCHROFT
-
Sprengidiskar og öryggislokar
Sprengidiskar og yfirþrýstilokar til verndar þrýstihylkjum og þrýstikerfum í miklu úrvali frá FIKE, FARRIS og Goetze
Í mörgum atvinnugreinum sem vinna með eldfimar lofttegundir og eldfimt duft er hætta á sprengingu. Sprengiskynjarar, sprengidiskar og sprengilúgur frá FIKE. Öryggislokar frá Farris og Goetze fyrir öll þrýstihylki og katla -
Vatnsgæðamælar og greiningartæki
Vatnsgæðamælar og greiningatæki sem þjóna vatnsveitum, fráveitum, fiskeldi, matvælaframleiðslu en einnig efnaiðnað og lyfjaframleiðslu. Súrefnismælar, seltumælar, pH mælar, CO2 mælar, TGP mælar, ORP ofl. WTW Xylem býður upp á breiða línu mæli og greiningatækja hvort sem það er fyrir framleiðslulínur, rannsóknarstofur eða handtæki fyrir umhverfisvöktun.
-
Hitaveituskápar og brunnlok
Vottuð brunnlok með 40T burðargetu af öllum stærðum og gerðum frá HARDE. Vandaðir ryðfríir inntaksskápar fyrir hitaveitur sumarhúsa.
-
Djúpdælur
Djúpdælur í jarðvarma í allt að 250°C heitar holur niður á 3000 m dýpi. Schlumberger er elsti og reyndasti framleiðandi í heiminum á þessari byltingakenndu tækni sem geri mögulegt að dæla upp jarðhitavökva dýpra og heitara
-
Hitaveitulokar
Foreinangraðir hitaveitulokar í öllum stærðum og gerðum. Með eða án þjónustuloka, handgír, spindlar, rafmagnsdrif, allt eftir þörfum hvers og eins
-
Holutoppslokar
Cameron framleiða holutoppsloka, þennslumúffur, hengistykki og flest annað sem tengist holutoppum.
-
Vatnamælingar
Mælitæki til nákvæmra mælinga á straumvatni og fallvötnum bæði færanlegur búnaður og staðbundin.